Eimskipsmótaröðin (7) - Goða mótið

Eimskipsmótaröðin (7) - Norðlenska mótið - Golfklúbbur Akureyrar / Jaðarsvöllur 30. - 31. ágúst

Leikfyrirkomulag

Höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur skulu leiknar, 36 holur fyrri dag mótsins og 18 holur þann síðari. Keppt skal samkvæmt gildandi Reglugerð um Stigamót karla og kvenna og Móta- og keppendareglum GSÍ.

Laugardagur                                 1. hringur                    Rástímar: 07:30 – 12:00

Laugardagur                                2. hringur                    Rástímar: 13:00 – 17:00

Sunnudagur                                  3. hringur                    Rástímar: 07:30 – 12:00

Rástímar og ráshópar

Rástímar verða birtir á golf.is á miðvikudeginum klukkan 17:00. Á fyrri keppnisdegi er keppendum raðað út á rástíma eftir forgjöf en á seinni degi verður raðað út eftir skori.

Þátttökurréttur

Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 84 þar af í karlaflokki verða hámark 63 keppendur og í kvennaflokki hámark 21. Þátttökurétt hafa kylfingar, áhugamenn sem atvinnumenn. Keppendur skulu vera meðlimir í viðurkenndum golfklúbbi. Ef fjöldi skráðra keppenda fer yfir hámark í hverjum flokki ræður forgjöf því hverjir komast inn í hvern flokk fyrir sig. Þ.e.a.s 63 forgjafar lægstu karlarnir og 21 forgjafar lægstu konurnar komast í mótið. Ef fjöldi skráðra keppenda fer yfir hámark ræður forgjöf því hverjir komast inn. Standi val á milli keppenda með jafnháa forgjöf skal hlutkesti ráða.  Ef ekki næst hámarksfjöldi í annan hvorn flokkinn má bæta við keppendum í hinn flokkinn. Mótsstjórn er heimilt að fjölga keppendum um 1-2, þó þannig að það fjölgi ekki ráshópum. 

Flokkur  

Fjöldi  

Teigar

Mótsgjald

Karlaflokkur  

63 keppendur    

Hvítir teigar    

6.500,- kr.

Kvennaflokkur    

21 keppendur  

Bláir teigar  

6.500,- kr.

 

Skráning og þátttökugjald

Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir klukkan 23:59 á sunnudeginum 24. ágúst. Þátttökugjald fæst einungis endurgreitt séu forföll boðuð þremur dögum fyrir keppni. Allar breytingar á skráningu í mótið fara í gegnum GSÍ og hægt er að senda tölvupóst á info@golf.is Kylfingur verður ekki afskráður úr mótinu eftir að rástímar hafa verið birtir. Ef hann tilkynnir forföll en skilar ekki undirrituðu læknisvottorði á skrifstofu GSÍ verður "Regla 6-3, Rástímar og riðlar" skráð á viðkomandi.

Æfingahringur

Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að panta rástíma. Reglur um æfingahringi er að finna í klúbbhúsinu.

Verðlaun

Veitt verða verðlaun (gjafakort)  fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.

1.sæti: 100.000,- kr.   2.sæti: 50.000,- kr.   3.sæti: 25.000,- kr.

Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra keppenda. Gert er ráð fyrir að verðlaunaafhending hefjist 15 mínútum eftir að síðasti ráshópur lýkur leik.

Dómari: Hörður Geirsson, Sími: 860-7804, Netfang: hordur.geirsson@gmail.com

Mótsstjórn:

Ýmis skjöl: