80 ára afmælisferð Golfklúbbs Akureyrar

Góð skráning er í ferðina okkar sem farin verður í apríl á næsta ári.  Nú þegar eru 25 GA félagar skráðir til leiks og stefnir því allt í góða þátttöku.

Hér að neðan er upplýsingar um ferðina og hvetjum við ykkur til að koma í þessa skemmtilegu ferð :)

 


Verð á mann:
Tvíbýli:                 195.500 kr.
Einbýli:                 209.900 kr.

Innifalið á Islantilla:
Beint leiguflug til Faro með Icelandair frá Keflavík, flugvallarskattar, flutningur golfsetts (hámark 15 kg), akstur milli flugvallar og hótels, gisting, morgun- og kvöldverðarhlaðborð, ótakmarkað golf alla daga (háð brottfarar- og komutíma), MEÐ GOLFBÍL og fararstjórn ( Sigurður Hafsteinsson). ATH: Vildarpunktar Icelandair eru ekki í boði í þessari ferð.


Fararstjóri verður enginn annar en Jón Heiðar Sigurðsson sem allir GA félagar þekkja úr golfbúðinni okkar J og mun hann sjá um að halda upp stemmningu og almennum skemmtilegheitum hjá GA félögum.  Haldin verða þrjú  mót í ferðinni. Fyrsta mótið fer fram 8. apríl, leikfyrirkomulag mótsins er 4 manna Texas Scramble . Annað mótið fer fram 10. apríl og er leikfyrirkomulag mótsins  punktakeppni. Síðasta mótið í ferðinni fer svo fram 12. apríl.  Leikfyrirkomulag mótsins er einnig höggleikur, með og án forgjafar. Lokahóf og verðlaunaafhending fer fram um kvöldið fyrir öll mótin. Glæsileg verðlaun verða  í öllum mótum ferðarinnar.

Það er ekki að ástæðulausu sem Islantilla Golf hefur notið ómældra vinsælda farþega okkar sl. ár. Margir sækja þangað ár eftir ár enda hentar völlurinn kylfingum með mismunandi getu og flestum líkar afar vel hinar breiðu brautir og stóru flatir vallarins. Islantilla Golf Resort Hotel er paradís fyrir afslöppun og uppáhaldsíþróttina golf.

Hér eru nánari upplýsingar um Islantilla:    http://www.vita.is/golflif/stadur2/item254823/Islantilla_-_Spann

Dagskrá ferðarinnar:
6. apríl – Komudagur, hægt að skella sér nokkrar holur eða á æfingasvæðið 
7. apríl – Spiladagur – ótakmarkað golf
8. apríl – Mótsdagur – 4 manna Texas Scramble
9. apríl – Spiladagur – ótakmarkað golf
10. apríl – Mótsdagur - Punktakeppni
11. apríl – Spiladagur – ótakmarkað golf
12. apríl – Mótsdagur – Höggleikur og lokahóf, verðlaunaafhending um kvöldið
13. apríl – Spiladagur – ótakmarkað golf og brottför. 

Ekki er hægt að nota Vildarpunkta. Takmarkað sætaframboð – fyrstur kemur og fyrstur fær!

Flugupplýsingar: 

Beint leiguflug með Icelandair frá Keflavík
6. apríl. - Kl.07.30 lent í Faro kl.12.40.
13. apríl. - Faro kl.21:20 og lent í Keflavík kl.01:20.

Sé áhugi fyrir hendi mun hópurinn fara saman til og frá Keflavík með hópferðabíl.

Skráningarfrestur er til og með 3. nóvember

Áhugasamir hafi samband við Ágúst Jensson í síma 857 7009 eða á agust@gagolf.is

Vonandi komast sem flestir og gera þessa ferð  ógleymanlega á afmælisárinu