Lei­ir

Einstaklingsbundin markmi­ Allir einstaklingar sem stefna a­ ■ßttt÷ku Ý sveitakeppni fyrir h÷nd GA skulu skila til kennara markmi­um fyrir hvert

Lei­ir

Einstaklingsbundin markmið

Allir einstaklingar sem stefna að þátttöku í sveitakeppni fyrir hönd GA skulu skila til kennara markmiðum fyrir hvert keppnistímabil á þar til gerðu eyðublaði. Stuðningur GA við einstaklinga er háður því að þessu sé fullnægt.

Sveitakeppni

Undirbúningur vegna sveitakeppni skal hafinn tímanlega ár hvert og liðstjórar skipaðir fyrir sumarbyrjun sé þess kostur. Liðstjóri og kennari móta viðmið við val á sveitum. Eftir að val liggur fyrir skulu sveitir undirbúa sig fyrir keppni á sameiginlegum æfingum.

Hlutverk GA og afreksnefndar

Stjórn GA í samráði við afreksnefnd leggur áherslu á og veitir stuðning til að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:

Þjálfun, aðstaða og fræðsla

  • Æfingatími undir leiðsögn kennara sé ávallt fullnægjandi
  • Æfingaaðstaða sé fullnægjandi og þróuð í takt við framfarir sem verða á hverjum tíma
  • Aðstaða til líkamsræktar undir leiðsögn þjálfara verði í boði
  • Fyrirlestrar og annar fróðleikur um markmiðasetningu, mataræði, reglur og siðareglur skulu vera í boði reglulega
  • Gerð verði krafa um að allir keppendur í sveitakeppni karla og kvenna afli sér dómararéttinda

Fjárhagslegur stuðningur

  • Fjárhagsleg aðstoð vegna keppni einstaklinga miðist við að hjálpa einstaklingum að ná árangri
  • Fjárhagsrammi vegna sveitakeppni sem og búningamál séu í þannig farvegi að keppnisfólk GA geti komið fram með stolti fyrir klúbbinn sinn.

SvŠ­i