Börn og unglingar

GA leggur mikla áherslu á öflugt barna- og unglingastarf, enda hefur yngri kynslóđin í klúbbnum iđulega náđ mjög góđum árangri. Golf er íţrótt sem hentar

Börn og unglingar

Barna og unglingastarf GA hefur veriđ blómlegt í gegnum árinGA leggur mikla áherslu á öflugt barna- og unglingastarf, enda hefur yngri kynslóđin í klúbbnum iđulega náđ mjög góđum árangri. Golf er íţrótt sem hentar einstaklega vel fyrir börn og unglinga, ţar sem hún veitir góđa og holla hreyfingu, auk ţess aga og reglusemi sem fylgir einstaklingsíţrótt.  Kröfur um góđa framkomu, einbeitingu, snyrtilegan klćđnađ og ţađ ađ hver kylfingur er eigin dómari er međal ţeirra kosta sem fylgja golfiđkun.


Afreks- og unglinganefnd er starfandi innan klúbbsins en hlutverk ţeirra er m.a. ađ skipuleggja starfiđ í samráđi viđ stjórn og golfkennara GA.  

Afreks og unglinganefnd GA 2017:

 • Skúli Eyjólfsson
 • Anton Ingi Ţorsteinsson
 • Harpa Hafbergsdóttir 
 • Aníta Jónsdóttir
 • Ágúst Ingi Axelsson
 • Árni Jónsson
 • Heiđar Davíđ Bragason, Yfirgolfkennari GA
 • Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Golfkennari GA
 

Golfskóli fyrir ţá yngstu, skipulagđar ćfingar og keppni fyrir ţá eldri

GA býđur börnum frá 6 ára aldri ađ ganga í golfskóla, ţar sem áhersla er lögđ á golftengda leiki.  Golfskólinn er í umsjón golfkennara GA, en hann hefur sér til ađstođar leiđbeinendur.  Nánari upplýsingar um golfskólann má fá í síma 462 2974 eđa međ ţví ađ senda senda tölvupóst á gagolf@gagolf.is. Ţegar lengra er komiđ býđst börnum og unglingum ađ taka ţátt í ćfingum og keppnum á vegum klúbbsins, auk Íslandsmóta og sveitakeppni. 
Ćfingatöflu má nálgast hér til hćgri á síđunni.

Eftirfarandi viđmiđ eru viđhöfđ í keppni barna og unglinga:

 • 12 ára og yngri - allir međ og allir fá viđurkenningar fyrir ţátttöku
 • 13-15 ára - allir fái tćkifćri til ađ vera međ, en hvatning til árangurs til stađar
 • 16-21 árs - leggja skal áherslu á keppni milli einstaklinga, jákvćđ hvatning

GA unglingar - upplýsingar

Ćfingar:
Ćfingatöflu má finna hér hćgra megin á síđunni, og einnig á töflu í golfskálanum.  Ţar má jafnframt finna hverjir eru í hvađa hóp á ćfingum. 

Norđurlandsmótaröđin – Flott tćkifćri fyrir kylfinga sem eru ađ stíga sín fyrstu spor í golfi. Bođiđ er upp á byrjendaflokka, jafn sem flokka fyrir lengra komna. Flokkarnir eru aldursskiptir og kynjaskiptir og oftar en ekki myndast flott stemning innan hópsins sem fer. Eftir mót er venjulega  bođiđ upp á grillveislu.

GSÍ Áskorendamótaröđ - Samhliđa Íslandsbankamótaröđinni verđur Áskorendamótaröđ Íslandsbanka sem er mótaröđ ţeirra kylfinga sem ekki hafa forgjöf til ađ komast inná ađalmótaröđina. Undanfarin ár hafa fáir kylfingar á vegum klúbbsins tekiđ ţátt. Ţví viljum viđ breyta og hvetjum  alla til ađ taka ţátt í ţessum mótum, sem ekki komast á Íslandsbankamótaröđina.

GSÍ - Íslandsbankamótaröđ – Ađ ţessari mótaröđ er vel stađiđ og fá kylfingar ađ sjá hvar ţeir standa á landsvísu. Góđur árangur kylfinga á ţessari mótaröđ skilar kylfingum oftar en ekki í úrvalshópa fyrir landsliđ, eđa í landsliđiđ sjálft. Undanfarin ár hafa unglingar/kylfingar GA veriđ ađ ná flottum árangri, en gott má alltaf bćta, og ţví viljum viđ fjölmenna í öll mót. Flokkaskipting er eftirfarandi: 14 ára og yngri, 15-16 ára, 17-18 ára og 19-21 ára. Mótin eru kynjaskipt og ţađ er mismunandi hvađa forgjöf kylfingar ţurfa til ađ komast inn á mótin.

Sveitakeppni unglinga GSÍ
– 4 til 6 kylfingar skipa hverja sveit, sem keppa fyrir hönd klúbbsins. Flokkaskipting er 15 ára og yngri, og 18 ára og yngri og sveitirnar kynjaskiptar. Mögulega verđa tvćr sveitir í sumum aldursflokkum. Valiđ í sveitirnar veltur á árangri í mótum sem og forgjöf og ástundun.

Meistaramót GA – Stćrsta mót sumarsins hjá GA.
Verđur ţar keppt bćđi í byrjendaflokkum (sérteigar) sem og í hefđbundnum aldursflokkum stráka og stelpna.

Innanfélagsmót – Í innanfélagsmótum s.s ţriđjudagsmótaröđ GA, öđlast kylfingar nauđsynlega keppnisreynslu. Ţriđjudagsmótin eru alla ţriđjudaga í sumar, međ rástíma milli kl. 14-16


Ţjálfarar:

 • Heiđar Davíđ Bragason, PGA golfkennari, s: 698-0327
 • Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, PGA golfkennaranemi, s: 858-7462
 • Árni Jónsson, golfkennari, s: 863-9619  

Vilt ţú taka ţátt í unglingastarfinu hjá GA?
Viđ viljum endilega virkja fleiri foreldra/forráđamenn í starfinu. Ţađ er virkilega gaman ađ taka ţátt í starfinu, fara á mót međ ţeim.....osfrv.

Skrifstofa GA  s: 462-2974  gagolf@gagolf.is


 

Svćđi